Enski boltinn

Liverpool segist ekki hafa látið undan þrýstingi

Handabandið sem aldrei varð.
Handabandið sem aldrei varð.
Liverpool hefur séð ástæðu til þess að koma á framfæri að félagið tók sjálft ákvörðun um að biðjast afsökunar út af farsanum á Old Trafford um síðustu helgi. Félagið baðst ekki afsökunar út af pressu frá styrktaraðilanum Standard Chartered.

Styrktaraðilinn er ekki ánægður með það sem hefur verið í gangi hjá félaginu og ræddi málið við stjórnarmenn hjá Liverpool.

Í yfirlýsingu frá Liverpool kemur fram að Standard Chartered hafi fengið að fylgjast með því sem félagið ætlaði að gera en það hefði sjálft tekið sínar ákvarðanir.

Það er mikil undiralda hjá Liverpool út af síðustu uppákomum og eigandinn, John W. Henry, er sagður vera allt annað en sáttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×