Enski boltinn

Donovan gæti hugsað sér að semja til lengri tíma við Everton

Donovan er farinn aftur til Galaxy.
Donovan er farinn aftur til Galaxy.
Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan kann vel við sig í herbúðum Everton en hann hefur verið þar í tveggja mánaða láni frá LA Galaxy. Þetta er í annað sinn sem Galaxy lánar leikmanninn til Everton.

Lánstími Donovan hjá Everton er liðinn og hann segist vel geta hugsað sér að semja til lengri tíma við Everton. Það ætlar hann þó ekki að gera fyrr en samningur hans við Galaxy er búinn.

"Það væri erfitt að fara til annars félags en Everton og því myndi ég líklega fara þangað," sagði Donovan.

"Ég er skuldbundinn Galaxy næstu tvö árin og við sjáum hvað setur eftir það en ég væri vel opinn fyrir því að koma aftur til Everton."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×