Enski boltinn

Tevez lentur í Manchester - myndir

Tevez ásamt dóttur sinni eftir lendingu.
Tevez ásamt dóttur sinni eftir lendingu. nordic photos/afp
Argentínumaðurinn Carlos Tevez er lentur í Manchester eftir þriggja mánaða útlegð í heimalandinu. Þangað fór hann í óþökk félags síns, Man. City.

Tevez hefur ekki spilað fyrir City síðan í september á síðasta ári. Þegar hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleik gegn Bayern Munchen sagði stjóri liðsins, Roberto Mancini, að hann myndi aldrei spila aftur fyrir félagið.

City reyndi að selja leikmanninn í janúar en án árangurs. Það var því lítið annað fyrir Tevez að gera en að koma aftur til Englands.

Mikið fjölmiðlafár var þegar Tevez lenti og þurfti hann lögreglufylgd út úr flugstöðinni.

Tevez þarf að mæta á æfingasvæði City á eftir og verður örugglega látinn hlaupa eitthvað.

Hægt er að sjá fleiri myndir af Tevez hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×