Enski boltinn

Massimo Taibi: Ég sé sjálfan mig í David de Gea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Massimo Taibi í búningi Manchester United
Massimo Taibi í búningi Manchester United Mynd/Nordic Photos/Getty
Massimo Taibi, fyrrum markvörður Manchester United, þekkir það manna best hvernig að er falla ekki í kramið á Old Trafford en hann yfirgaf félagið með skottið á milli lappanna árið 2000 eftir að hafa gert nokkur stór mistök í mark Manchester United.

Taibi hefur komið upp í umræðuna á ný í vetur í tengslum við gagnrýni á Spánverjann David de Gea. Taibi var keyptur til að leysa af Danann Peter Schmeichel en De Gea var fengin til að koma í stað Hollendingsins Edwin van der Sar sem lagði skóna á hilluna síðasta vor.

„Ég sá sjálfan mig svolítið í De Gea sem átti í vandamálum til að byrja með en hefur staðið sig betur að undanförnu. Ég fékk ekki tíma til að fóta mig en hann fékk þolinmæðina og er í kjölfarið farinn að sanna sig," sagði Massimo Taibi greinilega enn svekktur en hann fékk aðeins fjóra deildarleiki tímabilið 1999 til 2000 áður en Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sparkaði honum úr liðinu.

„Þessi stutti tími minn hjá Manchester United var mér mikilvægur því hann kenndi mér mikið. Ég var settur á bekkinn eftir fjóra leiki, tveir voru lélegir en tveir voru góðir," sagði Taibi sem finnur til með De Gea en er jafnframt ánægður með að sjá spænska markvörðinn standa sig betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×