Enski boltinn

Scholes líklega með Man. Utd á næstu leiktíð

Paul Scholes hefur staðið sig frábærlega með Man. Utd síðan hann ákvað mjög óvænt að taka skóna niður úr hillunni í byrjun ársins. Nú er talið ansi líklegt að hann spili með liðinu út næstu leiktíð rétt eins og Ryan Giggs.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest að félagið sé búið að bjóða Scholes nýjan eins árs samning og leikmaðurinn hefur látið að því liggja að hann sé til í að spila áfram.

Scholes hefur hleypt nýju lífi í miðjuspil Man. Utd og samkvæmt tölfræðinni er hann síður en svo að spila verr en hann gerði áður en hann hætti.

Scholes virðist því vera tilbúinn að viðurkenna endanlega að hann hafi einfaldlega hætt of snemma og eflaust munu margir stuðningsmenn Man. Utd gleðjast ef hann heldur áfram að spila með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×