Enski boltinn

Ravel ákærður fyrir ummæli á Twitter

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært ungstirnið Ravel Morrison vegna neikvæðra ummæla um samkynhneigða á Twitter-samskiptasíðunni.

Hinn 19 ára gamli Morrison gekk nýlega í raðir West Ham frá Man. Utd þar sem Sir Alex Ferguson hafði gefist upp á stráknum sem er í tómum vandræðum.

Morrison hefur reynt að verja sig í málinu og segist hafa verið að svara svekktum stuðningsmanni Man. Utd sem hafi verið með leiðindi við sig.

Sú afsökun var greinilega ekki tekin til greina fyrst  búið er að ákæra leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×