Enski boltinn

Scholes sér Giggs fyrir sér sem arftaka Ferguson

Paul Scholes tjáir sig ekki oft við fjölmiðla en þegar hann opnar munninn þá hlustar fólk venjulega. Scholes hefur núna sagt að Ryan Giggs hljóti að koma alvarlega til greina sem arftaki Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd.

Þó svo Ferguson hafi ekki gefið út hvenær hann hættir þá styttist óhjákvæmilega í það.

"Það hafa margir rætt um Mourinho sem arftaka Alex. Það getur breyst fljótt og mun örugglega snúast um hver sé sigursæll á þeim tíma þegar kallinn hættir. Ég held að þjóðerni muni ekki skipta neinu máli heldur skiptir máli að fá besta manninn í starfið," sagði Scholes.

"Ég sé vel fyrir mér að Ryan Giggs verði stjóri Man. Utd."

Það hefur einnig kvisast út að Ferguson sjái Giggs fyrir sér sem arftaka sinn. Þeir hafa unnið ítarlega saman í rúm 20 ár og unnið nánast allt sem hægt er að vinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×