Enski boltinn

Balotelli beðinn um að haga sér almennilega

Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur greint frá því að hann hafi rætt við Mario Balotelli, leikmann félagsins, um að haga sér almennilega til loka leiktíðarinnar.

Balotelli snýr til baka úr leikbanni gegn Porto í Evrópudeildinni annað kvöld. Þar hittir hann fyrir tyrkneskan dómara sem gaf Balotelli rauða spjaldið í keppninni fyrr í vetur.

"Ég ræddi við Mario fyrir um tveim vikum síðan. Sagði honum að það væru 13 leikir eftir í deildinni og leikir í Evrópudeildinni. Bað hann vinsamlega um að haga sér vel og hugsa bara um fótboltann," sagði Mancini.

"Mario er okkur mjög mikilvægur og það er mikilvægt að hann haldi haus svo hann geti nýst okkur sem best það sem eftir er leiktíðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×