Gömul tennisstjarna: Pabbi og mamma eyddu öllum peningunum mínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2012 23:30 Arantxa Sanchez-Vicario fær hér koss frá foreldrum sínum eftir sigur á opna franska meistaramótinu. Mynd/AFP Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum. Arantxa Sanchez-Vicario var upp á sitt besta á sama tíma og þær Steffi Graf og Monica Seles. Hún vann franska meistaramótið 1989, 1994 og 1998 og varð einnig meistari á opna bandaríska mótinu árinu 1994. Hún sat í efsta sæti á heimslistanum í október 1992. Sanchez-Vicario, sem er fertug í dag, lagði tennisspaðann á hilluna árið 2002 eftir að hafa unnið sér inn yfir 60 milljónir dollara í verðlaunafé eða um 7,3 milljarða íslenskra króna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að pabbi og mamma hennar höfðu eytt öllum peningunum og í stað þess að ganga að góðum sjóð inn á banka þá var hún í skuld hjá skattinum. Sanchez-Vicario hefur greint frá þessu í nýrri bók. „Ég vissi ekki betur en að pabbi héldi vel utan um peningana mína og ávaxtaði þá á bestan mögulegan hátt," sagði Arantxa Sanchez-Vicario sem hefur slitið allt samband við foreldra sína. „Ég átti ekkert lengur og skuldaði þess í stað skattinum. Hvernig gat það gerst að allt sem ég vann mér inn var gufað upp?," spyr Sanchez-Vicario í bókinni sinni. Emilio, faðir hennar er nú 75 ára gamall en hann er hjartveikur, með krabbamein og Alzheimer samkvæmt móður hennar Marisu en foreldrarnir vilja annars ekkert tjá sig um ásakanir dóttur sinnar. Tennis Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Sjá meira
Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum. Arantxa Sanchez-Vicario var upp á sitt besta á sama tíma og þær Steffi Graf og Monica Seles. Hún vann franska meistaramótið 1989, 1994 og 1998 og varð einnig meistari á opna bandaríska mótinu árinu 1994. Hún sat í efsta sæti á heimslistanum í október 1992. Sanchez-Vicario, sem er fertug í dag, lagði tennisspaðann á hilluna árið 2002 eftir að hafa unnið sér inn yfir 60 milljónir dollara í verðlaunafé eða um 7,3 milljarða íslenskra króna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að pabbi og mamma hennar höfðu eytt öllum peningunum og í stað þess að ganga að góðum sjóð inn á banka þá var hún í skuld hjá skattinum. Sanchez-Vicario hefur greint frá þessu í nýrri bók. „Ég vissi ekki betur en að pabbi héldi vel utan um peningana mína og ávaxtaði þá á bestan mögulegan hátt," sagði Arantxa Sanchez-Vicario sem hefur slitið allt samband við foreldra sína. „Ég átti ekkert lengur og skuldaði þess í stað skattinum. Hvernig gat það gerst að allt sem ég vann mér inn var gufað upp?," spyr Sanchez-Vicario í bókinni sinni. Emilio, faðir hennar er nú 75 ára gamall en hann er hjartveikur, með krabbamein og Alzheimer samkvæmt móður hennar Marisu en foreldrarnir vilja annars ekkert tjá sig um ásakanir dóttur sinnar.
Tennis Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Sjá meira