Íslenski boltinn

Kristján Örn hættur að leika með landsliðinu

Kristján Örn í landsleik.
Kristján Örn í landsleik. mynd/vilhelm
Varnarmaðurinn sterki, Kristján Örn Sigurðsson, hefur ákveðið að setja landsliðsskóna á hilluna aðeins 32 ára að aldri. Kristján lék 53 A-landsleiki og skoraði 4 mörk.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag.

"Ég tek þessa ákvörðun bara með sjálfan mig í huga. Mér finnst rétti tímapunkturinn á að ég einbeiti mér að félagsliði mínu og fjölskyldu. Ég spilaði marga landsleiki og er mjög ánægður með feril minn þar."

„Þetta var spurning um að hætta núna eða taka tvö ár í viðbót, klára næsta mót. Á endanum var það niðurstaðan að hætta núna," sagði Kristján Örn í samtali við fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×