Íslenski boltinn

Fram í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir vítakeppni

Lennon var hetja Fram í kvöld.
Lennon var hetja Fram í kvöld. mynd/stefán
Fyrri undanúrslitaleiknum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu er lokið. Fram lagði Þrótt eftir vítaspyrnukeppni. Steven Lennon var hetja Framara.

Það var Lennon sem kom Fram yfir á 26. mínútu en Ólafur Magnússon jafnaði leikinn sex mínútum fyrir leikslok. Framarar gátu sjálfum sér um kennt en þeir fengu fjölda færa til þess að ganga frá leiknum.

Sveinbjörn Jónasson, Framari og fyrrum Þróttari, fékk mörg þeirra en virtist ekki hafa áhuga á að skora gegn sínum gömlu félögum.

Ekki var framlengt og farið beint í vítaspyrnukeppni. Taugar Framara voru sterkari í vítakeppninni og það var Lennon sem tryggði þeim farseðilinn í úrslitin með því að skora úr lokavíti Framara að því er fram kemur á fótbolti.net.

Andstæðingur Fram í úrslitaleiknum verður annað hvort KR eða Fylkir en sá leikur fer að hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×