Enski boltinn

Everton og Rangers komust að samkomulagi um Jelavic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nikica Jelevic í leik með Rangers.
Nikica Jelevic í leik með Rangers. Nordic Photos / Getty Images
Framherjinn Nikica Jelavic mun vera á leið í ensku úrvalsdeildina þar sem Everton er sagt hafa komist að samkomulagi við skoska liðið Glasgow Rangers um kaupverð á kappanum.

Jelavic hefur staðið sig vel á tímabilinu en hann er 26 ára gamall Króati. Hann á þó enn eftir að semja um kaup og kjör og gangast undir læknisskoðun.

Everton hefur ekki getað keypt marga leikmenn að undanförnu en félagið fékk þó aur í kassann á dögunum þegar að Diniyar Bilyaletdinov var seldur til Spartak Moskvu.

Jelavic kom til Rangers árið 2010 frá Rapid Vín í Austurríki og hefur síðan þá skorað 30 mörk í 45 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×