Enski boltinn

Frimpong kinnbeinsbrotinn | Frá í þrjá mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frimpong er hér borinn af velli í dag.
Frimpong er hér borinn af velli í dag. Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Frimpong varð fyrir því óláni að meiðast illa í leik Wolves og Aston Villa í dag. Í ljós hefur komið að hann er kinnbeinsbrotinn og verður frá næstu þrjá mánuðina.

Þetta hefur BBC eftir sínum heimildum en bera þurfti Frimpong af velli eftir að Stiliyan Petrov sparkaði óviljandi í andlit hans í dag.

Hann var fluttur á sjúkrahús enda þóttu meiðslin alvarleg. Þetta eru vitanlega slæmar fréttir fyrir Wolves en Frimpong er nýkominn til liðsins sem lánsmaður frá Arsenal.

Eggert Gunnþór Jónsson er einnig nýkominn til Wolves en báðir eru miðjumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×