Enski boltinn

Skelfileg mistök hjá varamarkverði Newcastle

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ole Soderberg, markvörður varaliðs Newcastle, vill líklega sem fyrst gleyma 6-0 tapinu gegn Manchester United á fimmtudagskvöld. Auk þess að þurfa að heimta knöttinn sex sinnum úr marki sínu gerði hann skelfileg mistök þegar heimamenn komust í 2-0.

Oliver Norwood tók þá hornspyrnu sem sveif beint til Soderbeg. Undir engri pressu mistókst Svíanum að grípa boltann sem hrökk af honum og í netið. Vandræðalegt fyrir markvörðinn sem eykur ekki líkurnar á að komast í aðalliðið á næstunni með svona tilþrifum.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×