Enski boltinn

Ramires frá í nokkrar vikur - gæti misst af leikjunum gegn Napólí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hugað að meiðslum Ramires á Loftus Road í gær.
Hugað að meiðslum Ramires á Loftus Road í gær. Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Ramires var borinn af velli vegna meiðsla á hné í viðureign QPR og Chelsea á Loftus Road í gær. Talið er að Chelsea verði án krafta Ramires a.m.k. næstu fjórar vikurnar.

„Meiðslin eru ekki svo slæm ef tekið er tillit til þess að um meiðsli á hné er að ræða," sagið André Villas-Boas. Hann sagðist vonast til þess að Ramires þyrfti ekki að fara í aðgerð en það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir röntgenmyndatöku.

Talið er að Ramires missi í það minnsta af leikjum gegn Swansea, Manchester United, Everton og Bolton í ensku úrvalsdeildinni auk fyrri viðureign Chelsea og Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×