Enski boltinn

Lampard með sigurmark Chelsea annan leikinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Frank Lampard er Chelsea dýrmætur þessa dagana því í dag tryggði hann liðinu sigur í öðrum deildarleiknum í röð þegar Chelsea vann 1-0 sigur á lærisveinum Martin O'Neill í Sunderland.

Sunderland var á mikilli sigurlingu, var búnir að vinna tvo í röð og hafði náð í 10 stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum undir stjórn Norður-Írans.

Sigurmark Lampard kom strax á 13. mínútu leiksins þegar hann hafði heppnina með sér eftir að Fernando Torres hafði skotið boltanum í slánna á marki Sunderland.

Chelsea náði þar með fjögurra stiga forskot á Arsenal í keppninni um fjórða sætið en Arsenal á leik inni á móti Swansea á morgun.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×