Enski boltinn

Defoe vill fara en Redknapp ætlar ekki að selja hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jermain Defoe.
Jermain Defoe. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er ekki tilbúinn að selja Jermain Defoe þótt að framherjinn vilji sjálfur fara frá félaginu í janúarglugganum. Defoe er ekki lengur fastamaður í Tottenham-liðinu og óttast að það muni kosta hann sæti í EM-hóp enska landsliðsins.

„Daniel talaði við umboðsmanninn hans sem sagði að Jermain væri ekki ánægður af því að hann fær ekki að spila. Hamm talaði líka um að það væru félög sem hafa áhuga á að fá hann til sín," sagði Harry Redknapp og er þar að tala um Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham.

„Ég er alveg viss um að það séu nokkur lið á eftir honum en við ætlum bara ekki að selja hann. Hann verður hér áfram, við viljum hafa hann og erum að borga honum fyrir að vera hér. Hann er á samning hjá okkur og er mikilvægur fyrir okkar lið," sagði Redknapp.

„Jermain vill spila á EM í sumar en það vill Rafa [van der Vaart] líka. Hann vill komast í hollenska liðið alveg eins og Jermain vill komast í það enska. Ég ætla samt ekki að lána Rafa heldur," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×