Ferguson segir Solskjær geta höndlað pressuna á Old Trafford Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2012 20:30 Ferguson og Solskjær minnast kvöldsins ótrúlega á Nou Camp vorið 1999. Nordic Photos / Getty Images Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherja félagsins, kjörinn til þess að höndla þá pressu sem fylgi starfi knattspyrnustjóra Mancehster United. Solskjær leiddi Molde nýverið til sigurs í norsku deildinni á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins. „Ég held að vandamálið sé að knattspyrnumenn í dag velji að gerast knattspyrnustjórar að loknum ferlinum vegna þess að þeir telji sig ekki geta gert neitt annað," sagði Ferguson við Manchester Evening News. Ferguson segir að annað hafi verið uppi á teningnum í tilfelli Solskjær. „Ole var hins vegar alltaf ákveðinn í að starfa við leikinn að ferlinum loknum. Frá unga aldri lagði hann grunninn að því að starfa í knattspyrnu hvort sem er sem þjálfari eða knattspyrnustjóri eins og hann er í dag. Hann hefur því gefið sjálfum sér betra tækifæri en aðrir," segir Ferguson sem segir Solskjær alltaf hafa skrifað hjá sér punkta að loknum æfingum og leikjum. Ferguson lýsir Solskjær sem vænum manni með góðan þokka. Hann geti þó verið harður þegar þarf. Solskjær leiddi smálið Molde í Noregi til sigurs í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins á síðasta tímabili. „Ef þú tekur við félagi í Noregi sem hefur aldrei í sögu félagsins unnið deildina þá þarf knattspyrnustjórinn að hafa eitthvað til brunns að bera til þess að liðið standi uppi sem sigurvegari," segir Ferguson sem hefur séð fjölmarga af fyrrum leikmönnum sínum taka skrefið í knattspyrnustjórastólinn. Bryan Robson, Mark Hughes, Steve Bruce, Paul Ince, Roy Keane eru aðeins þekktustu nöfnin af lærisveinum Ferguson sem hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar með misjöfnum árangri. Ferguson, sem varð sjötugur á gamlársdag, hefur gefið út að hann verði í brúnni á Old Trafford í minnst þrjú ár til viðbótar. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherja félagsins, kjörinn til þess að höndla þá pressu sem fylgi starfi knattspyrnustjóra Mancehster United. Solskjær leiddi Molde nýverið til sigurs í norsku deildinni á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins. „Ég held að vandamálið sé að knattspyrnumenn í dag velji að gerast knattspyrnustjórar að loknum ferlinum vegna þess að þeir telji sig ekki geta gert neitt annað," sagði Ferguson við Manchester Evening News. Ferguson segir að annað hafi verið uppi á teningnum í tilfelli Solskjær. „Ole var hins vegar alltaf ákveðinn í að starfa við leikinn að ferlinum loknum. Frá unga aldri lagði hann grunninn að því að starfa í knattspyrnu hvort sem er sem þjálfari eða knattspyrnustjóri eins og hann er í dag. Hann hefur því gefið sjálfum sér betra tækifæri en aðrir," segir Ferguson sem segir Solskjær alltaf hafa skrifað hjá sér punkta að loknum æfingum og leikjum. Ferguson lýsir Solskjær sem vænum manni með góðan þokka. Hann geti þó verið harður þegar þarf. Solskjær leiddi smálið Molde í Noregi til sigurs í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins á síðasta tímabili. „Ef þú tekur við félagi í Noregi sem hefur aldrei í sögu félagsins unnið deildina þá þarf knattspyrnustjórinn að hafa eitthvað til brunns að bera til þess að liðið standi uppi sem sigurvegari," segir Ferguson sem hefur séð fjölmarga af fyrrum leikmönnum sínum taka skrefið í knattspyrnustjórastólinn. Bryan Robson, Mark Hughes, Steve Bruce, Paul Ince, Roy Keane eru aðeins þekktustu nöfnin af lærisveinum Ferguson sem hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar með misjöfnum árangri. Ferguson, sem varð sjötugur á gamlársdag, hefur gefið út að hann verði í brúnni á Old Trafford í minnst þrjú ár til viðbótar.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira