Enski boltinn

Í beinni: QPR - MK Dons | Heiðar á bekknum

Nordic Photos / Getty Images
Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign QPR og MK Dons í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Heiðar Helguson er á bekknum hjá QPR í dag en Federico Macheda, lánsmaður frá Manchester United, tekur stöðu hans í byrjunarliðinu.

Liðin eru að mætast öðru sinni í bikarnum þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli. Þá kom Heiðar inn á sem varamaður og tryggði QPR jafntefli. Reyndist það síðasti leikur Neil Warnock í starfi knattspyrnustjóra þar sem hann var rekinn daginn eftir leik.

Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×