Innlent

Embætti forseta nú virkt afl í íslenskum stjórnmálum

Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands.
Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands.
Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íands, segir að embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, muni hafa varanlegar breytingar í för með sér. Hann segir að Ólafur Ragnar hafi aukið völd forsetans til muna og gert embættið að virku afli í íslenskum stjórnmálum. Ekki sé hægt að útiloka það að næstu forsetar lýðveldisins muni beyta synjunarvaldinu á sama máta og Ólafur hefur gert.

Gunnar segir að forsetaembættið hafi ávallt tekið breytingum með hverjum forseta og stjórnarhættir þeirra hafi verið mismunandi. Hann bendir á að forsetar lýðveldisins hafi bæði verið pólitískir og ópólitískir. Það sé hins vegar ljóst að embættistíð Ólafs hafi markað djúp spor í sögu embættisins og að næstu forsetar muni koma að breyttu embætti.

Hann telur að það sé afar ólíklegt að næstu forsetar muni víkja sér hjá notkun synjunarvaldsins á sama máta og fyrri forsetar hafa gert. Embættistíð Ólafs Ragnar hefur sýnt fram á að synjunarvaldið sé ekki óvirkt vald heldur nauðsynlegur hluti embættisins. Þannig munu forsetar framtíðarinnar finna fyrir mun beinskeittari þrýsting til að beita synjunarvaldinu.

Gunnar segir að ákveðin viðsnúningur hafi orðið í starfssemi forsetans og að næstu forsetar komi til með að þurfa útskýra hvers vegna þeir beiti ekki synjunarvaldinu.

Enn fremur telur Gunnar að þessar breyttu áherslur í embætti forseta Íslands muni síðan hafa talsverð áhrif á frambjóðendur og kosningabaráttuna í heild sinni. Frambjóðendur verði krafnir um svör um það hvernig þeir hyggist nota synjunavaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×