Enski boltinn

Rooney líklega með gegn Newcastle

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það komi til greina að velja Wayne Rooney í lið Man. Utd gegn Newcastle á morgun en leikmaðurinn var í agabanni gegn Blackburn. Þá var hann ekki einu sinni valinn í hópinn.

United hefur þó ekkert viljað tjá sig um atvikið.

"Við vonumst til þess að Rio Ferdinand verði klár í slaginn sem og Ryan Giggs. Anderson ætti að vera orðinn betri og svo stendur Rooney okkur að sjálfsögðu til boða," sagði Ferguson.

"Hann missti af nokkrum æfingum og menn þurfa að vera í formi til þess að spila í deildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×