Erlent

Afrek og harmleikir síðustu 100 ára á 10 mínútum

Notandi á vefsíðunni YouTube hefur tekið saman helstu þrekvirki mannkyns á síðustu 100 árum. En þó svo að afrekin séu mörg í þessu 10 mínútna langa myndbandi þá er einnig ljóst að við erum fær um skelfilegar gjörðir.

Myndbandið birtist á YouTube 28. desember síðastliðinn. Síðan þá hafa rúmlega 100.000 manns horft á það.

Í myndbandinu er gert grein fyrir helstu atburðum síðustu aldar eða frá árinu 1911. Meðal sögulegra atburða í myndbandinu eru hræðileg örlög Titanic árið 1912, embættisvígsla Adolf Hitlers árið 1933 og árásin á tvíburaturnana í New York árið 2001.

Þó vantar nokkra sögulega atburði eins og myndun Bítlanna, dauða Steve Jobs og stofnun Ísraels árið 1948.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×