Asahláka á morgun - brýnt að moka frá niðurföllum 5. janúar 2012 15:22 mynd/valli Mikill snjór og klaki er víða um land og því er fólk beðið um að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar hlýnar í veðri á morgun og um helgina. Þegar hlýnar og rignir er töluverð hætta á vatnstjónum og mikilvægt að allir séu meðvitaðir um þá hættu og bregðist við henni. Tryggingafélagið VÍS beinir því til fólks að hreinsa snjó frá niðurföllum sem eru nærri húsum og hreinsa snjó frá anddyrum kjallara og niðurfalla þar.Hreinsa frá öllum niðurföllum sem eru nærri húsinu.Hreinsa snjó frá anddyrum kjallara og niðurfalla þar.Hreinsa frá rennum og niðurföllum þaka, sér í lagi flatra þaka. Það verður þó að gera með mikilli varúð og tryggja öryggi viðkomandi.Moka rásir meðfram húsum til að vatn eigi greiða leið burt en safnaðist ekki í tjarnir. Oft bráðnar snjórinn fyrst upp við húsveggi og leitar þá inn í húsið eftir sprungum í veggjum ef það á ekki greiða leið burt.Hreinsa allan snjó af svölum og tryggja að niðurfall virki. Ef svo er ekki er hægt að hella heitu vatni ofan í niðurfallið. Ef vatn safnast fyrir á svölum er hætta á að það fari inn með plötuskilum og leki síðan niður á næstu hæð. Slíkt tjón getur verið erfitt að laga því oft kemst talsvert vatn inn í sprunguna. Ef yfirborðsvatn verður svo mikið í asahláku að venjuleg vel hreinsuð niðurföll hafa ekki undan er það tjón bætt sem stafar af vatni sem streymir inn í hús. Ekki er skylt að bæta öll vatnstjón, til dæmis ekki vegna:Vatns sem kemur inn frá þökum, þakrennum eða frárennslisleiðslum þeirra eða frá svölum.Vatns sem þrýstist upp um frárennslislagnir nema ef leiðslan stíflast eða springur innan húss. Bæjarfélög eða rekstraraðilar fráveitukerfa verða ekki sjálfkrafa ábyrgir fyrir tjóni sem verður vegna þess að kerfið getur skyndilega ekki flutt allt það vatn sem að berst. Til að veitur verði bótaábyrgar þarf að liggja fyrir sök hjá þeim, þ.e að einhverju þekktu viðhaldi hafi ekki verið sinnt, þekktar bilanir ekki verið lagfærðar eða mannleg mistök hafi orðið við rekstur veitunnar. Jafnframt er mikilvægt að átta sig á því að við þessar aðstæður sem verða um helgina þá verður mun meiri þungi í snjónum. Þá er hætta á að þök og þakkantar gefi sig ef snjór er ekki hreinsaður af þökum en nú þegar hafa slík tjón verið tilkynnt til VÍS, segir í tilkynningu frá VÍS. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Mikill snjór og klaki er víða um land og því er fólk beðið um að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar hlýnar í veðri á morgun og um helgina. Þegar hlýnar og rignir er töluverð hætta á vatnstjónum og mikilvægt að allir séu meðvitaðir um þá hættu og bregðist við henni. Tryggingafélagið VÍS beinir því til fólks að hreinsa snjó frá niðurföllum sem eru nærri húsum og hreinsa snjó frá anddyrum kjallara og niðurfalla þar.Hreinsa frá öllum niðurföllum sem eru nærri húsinu.Hreinsa snjó frá anddyrum kjallara og niðurfalla þar.Hreinsa frá rennum og niðurföllum þaka, sér í lagi flatra þaka. Það verður þó að gera með mikilli varúð og tryggja öryggi viðkomandi.Moka rásir meðfram húsum til að vatn eigi greiða leið burt en safnaðist ekki í tjarnir. Oft bráðnar snjórinn fyrst upp við húsveggi og leitar þá inn í húsið eftir sprungum í veggjum ef það á ekki greiða leið burt.Hreinsa allan snjó af svölum og tryggja að niðurfall virki. Ef svo er ekki er hægt að hella heitu vatni ofan í niðurfallið. Ef vatn safnast fyrir á svölum er hætta á að það fari inn með plötuskilum og leki síðan niður á næstu hæð. Slíkt tjón getur verið erfitt að laga því oft kemst talsvert vatn inn í sprunguna. Ef yfirborðsvatn verður svo mikið í asahláku að venjuleg vel hreinsuð niðurföll hafa ekki undan er það tjón bætt sem stafar af vatni sem streymir inn í hús. Ekki er skylt að bæta öll vatnstjón, til dæmis ekki vegna:Vatns sem kemur inn frá þökum, þakrennum eða frárennslisleiðslum þeirra eða frá svölum.Vatns sem þrýstist upp um frárennslislagnir nema ef leiðslan stíflast eða springur innan húss. Bæjarfélög eða rekstraraðilar fráveitukerfa verða ekki sjálfkrafa ábyrgir fyrir tjóni sem verður vegna þess að kerfið getur skyndilega ekki flutt allt það vatn sem að berst. Til að veitur verði bótaábyrgar þarf að liggja fyrir sök hjá þeim, þ.e að einhverju þekktu viðhaldi hafi ekki verið sinnt, þekktar bilanir ekki verið lagfærðar eða mannleg mistök hafi orðið við rekstur veitunnar. Jafnframt er mikilvægt að átta sig á því að við þessar aðstæður sem verða um helgina þá verður mun meiri þungi í snjónum. Þá er hætta á að þök og þakkantar gefi sig ef snjór er ekki hreinsaður af þökum en nú þegar hafa slík tjón verið tilkynnt til VÍS, segir í tilkynningu frá VÍS.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira