Enski boltinn

Græðgi Adebayor að eyðileggja möguleikann á sölu til Spurs

Tottenham er við það að gefast upp á framherjanum Emmanuel Adebayor. Spurs vill kaupa hann frá Man. City en framherjinn gefur engan afslátt á laununum.

Adebayor er með 170 þúsund pund í vikulaun hjá City og hann á tvö ár eftir af þeim samningi. Spurs er til í að greiða honum 100 þúsund pund á viku og ýmiskonar bónusa. Þess utan myndi Adebayor fá 4 milljónir punda við undirskrift.

Þar sem Adebayor er ekki til í að lækka launin þá eru forráðamenn Spurs farnir að skoða aðra leikmenn eins og Giuseppe Rossi hjá Villarreal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×