Erlent

Fengu allt að átján ára dóm

Með málaferlunum hefur forsætisráðherra Tyrklands styrkt stöðu sína.
Með málaferlunum hefur forsætisráðherra Tyrklands styrkt stöðu sína. nordicphotos/AFP
Dómstóll í Tyrklandi hefur sakfellt 330 fyrrverandi yfirmenn í hernum fyrir að hafa reynt að steypa ríkisstjórn landsins árið 2003.

Sumir herforingjanna fá allt að 18 ára fangelsisdóm. Reiknað er með að þeir myndu allir áfrýja úrskurðinum.

Réttarhöldin gegn herforingjunum undanfarin ár hafa orðið til þess að draga verulega úr þeim miklu áhrifum sem herinn hefur haft á stjórnmál í Tyrklandi áratugum saman.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×