Fótbolti

Dómari buffaður í Argentínu | myndband

Það varð gjörsamlega allt vitlaust í leik Newbery og Huracan í argentínska boltanum á dögunum. Dómari leiksins var þá laminn í klessu.

Dómarinn lendir í útistöðum við leikmann. Gefur honum gult og síðan rautt. Í kjölfarið er hann laminn af liðsfélögum heims.

Hann er kýldur aftan frá og svo er sparkað hraustlega í höfuð hans.

Þessi uppákoma er með hreinum ólíkindum og má sjá hana á myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×