1. Skutla bílunum heim fyrir ölvaða fólkið (desember)
Félagarnir Ómar Þröstur Hjaltason og Kristinn Sævar Magnússon stofnuðu fyrirtækið Keyrðu mig heim, sem sérhæfir sig í bílstjóraþjónustu fyrir ölvaða. Fyrirtækið er með bílstjóra á sínum snærum sem sækja samkvæmisljón í bæinn og skutla þeim heim á þeirra eigin bíl.

Tónlistarmaðurinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson landaði plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid.

Knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson og leikkonan Michaela Conlin felldu hugi saman þegar leikkonan heimsótti Ísland í nóvember 2011. Parið kynntist í gegnum Ásdísi Rán og eyddi áramótunum saman. Conlin er þekktust fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Bones.

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið. þátturinn fjallaði um nauðgunarlyf og var sýndur á Skjá einum mánudaginn í mars.

Leoncie sendi Tobbu Marínósdóttir tóninn vegna pistils sem hún skrifaði á bloggsíðu sína um tónleika þeirrar fyrrnefndu á Gauki á Stöng í lok janúar. Tobba kvartaði undan því hversu seint Leoncie steig á sviðið, ásökunum sem Leoncie vísaði alfarið á bug.

Frétt sem greindi frá því að nýjar rannsóknir hefðu leitt í ljós að kynlífsórar kvenna aukast í kringum þann tíma tíðahringsins þegar egglos á sér stað.

Fótboltamaðurinn Heiðar Helguson keypti hús á Sunnuvegi. Fréttablaðið hafði heimildir fyrir því að eignin kostaði um 100 milljónir króna.

Jón Viðar Arnþórsson veitti Gunnari Nelson skurð á andlit þegar þeir tóku létta æfingu fyrir fyrsta UFC-bardaga Gunnars. Samkvæmt reglum UFC mega keppendur ekki vera með skurð í andliti þegar í bardagann er komið og óttaðist Jón Viðar að hann væri búinn að eyðileggja allt fyrir félaga sínum. Svo reyndist þó ekki vera.

Elmar Johnson lék kærasta Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur í myndbandi við So High af nýrri plötu hennar. Elmar sagði tengingu hafa myndast auðveldlega milli þeirra og að það hafi ekki verið nein kvöð að þykjast vera ástfanginn af henni.
Anna Gunndís Guðmundsdóttir
Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir, eða Dunda, sló í gegn sem glamúrgellan Hildur Líf í Áramótaskaupinu í fyrra.