Erlent

Vildi láta tígrísdýr drepa sig

mynd/AP
Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í New York. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi með því að klifra yfir girðingu í dýragarðinum í Bronx og ganga í átt að hópi tígrisdýra sem þar var á vappi.

Með ólíkindum þykir að maðurinn hafi komist lífs af en hann var nær rifinn á hol af Amur ljónynju. Talið er að dýrið hafi viljað vernda hvolpa sína.

Ljónynjan beit manninn í bakið með þeim afleiðingum annað lunga hans féll saman. Skurðlæknar þurftu að aflima manninn en tígrisdýrið hafði nær rifið annan fótinn af honum. Þá var hann einnig með djúp skurðsár víða.

Starfsmenn dýragarðsins voru fljótir á vettvang og notuðu þeir slökkvitæki til að hrekja dýrið á brott.

Þegar sjúkraliðar komu manninum til hjálpar sagði hann að honum langaði að deyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×