Mannréttindadómstóllinn fjallar um mál gegn Íslandi BBI skrifar 4. júlí 2012 13:48 Blaðamennirnir Björk og Erla. Mynd/Ellý Mannréttindadómstóll Evrópu mun fjalla um mál blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi á þriðjudaginn næsta. Blaðamennirnir höfðu skrifað sinn hvora greinina um nektardansstaði. Önnur fjallaði um Goldfinger og hin um Strawberries. Í báðum greinunum var haft eftir viðmælendum blaðamannanna í beinni ræðu að refsiverð háttsemi ætti sér stað innan veggja staðanna. Ummæli þessi fengust ekki sannreynd og vegna þess að blaðamennirnir höfðu sett nafn sitt við greinina dæmdu íslenskir dómstólar þá til að þola ómerkingu ummælanna og greiða skaðabætur vegna þeirra. Gunnar Ingi Jóhannsson hjá Lögmönnum Höfðabakka sendi inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málanna. Hann taldi niðurstöðu íslenskra dómstóla stangast á við ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi. „Til eru fordæmi þar sem Mannréttindadómstóllinn lítur svo á að ekki megi gera blaðamann ábyrgan fyrir beinum ummælum viðmælanda nema mjög sérstakar og ríkar ástæður réttlæti slíkt," segir Gunnar og telur að ekki hafi verið rökstutt af hálfu íslenskra dómstóla að svo hafi háttað í þessum tilvikum. Aðeins eitt mál sem varðar tjáningarfrelsið hefur fallið í Mannréttindadómstólnum gegn Íslandi. Það er mál Þorgeirs Þorgeirsonar árið 1992 sem hafði verið dæmdur fyrir að skrifa um lögregluofbeldi. Mannréttindadómstóllinn taldi að hann hefði verið að skrifa um mikilvæg þjóðfélagsleg atriði sem áttu erindi við almenning og því mætti ekki hefta tjáningu hans að því leyti nema brýn ástæða væri til. Í málum blaðamannanna Erlu og Bjarkar nú er byggt á svipuðum sjónarmiðum. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu mun fjalla um mál blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi á þriðjudaginn næsta. Blaðamennirnir höfðu skrifað sinn hvora greinina um nektardansstaði. Önnur fjallaði um Goldfinger og hin um Strawberries. Í báðum greinunum var haft eftir viðmælendum blaðamannanna í beinni ræðu að refsiverð háttsemi ætti sér stað innan veggja staðanna. Ummæli þessi fengust ekki sannreynd og vegna þess að blaðamennirnir höfðu sett nafn sitt við greinina dæmdu íslenskir dómstólar þá til að þola ómerkingu ummælanna og greiða skaðabætur vegna þeirra. Gunnar Ingi Jóhannsson hjá Lögmönnum Höfðabakka sendi inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málanna. Hann taldi niðurstöðu íslenskra dómstóla stangast á við ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi. „Til eru fordæmi þar sem Mannréttindadómstóllinn lítur svo á að ekki megi gera blaðamann ábyrgan fyrir beinum ummælum viðmælanda nema mjög sérstakar og ríkar ástæður réttlæti slíkt," segir Gunnar og telur að ekki hafi verið rökstutt af hálfu íslenskra dómstóla að svo hafi háttað í þessum tilvikum. Aðeins eitt mál sem varðar tjáningarfrelsið hefur fallið í Mannréttindadómstólnum gegn Íslandi. Það er mál Þorgeirs Þorgeirsonar árið 1992 sem hafði verið dæmdur fyrir að skrifa um lögregluofbeldi. Mannréttindadómstóllinn taldi að hann hefði verið að skrifa um mikilvæg þjóðfélagsleg atriði sem áttu erindi við almenning og því mætti ekki hefta tjáningu hans að því leyti nema brýn ástæða væri til. Í málum blaðamannanna Erlu og Bjarkar nú er byggt á svipuðum sjónarmiðum.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira