Enski boltinn

Adebayor: Enska landsliðið hefur meiri þörf fyrir Redknapp en við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Adeabyor var hetja Tottenham þegar að liðið vann 5-0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Hann lagði upp fyrstu fjögur mörk sinna manna og skoraði svo það fimmta sjálfur.

Harry Redknapp er stjóri Tottenham og hefur verið sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðu Englands.

„Hann verður að klára tímabilið og svo sjáum við til," sagði Adebayor eftir leikinn í kvöld. „Hann veitir okkur sjálfstraust og gerði mikið fyrir mig þegar ég var að ganga í gegnum erfiðleika."

„Ég held að England hafi meiri þörf fyrir hann en við. En ég fullvissa alla um að hann verði hér til loka tímabilsins og svo munum við sjá til hvað gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×