Fótbolti

Japan og Mexíko áfram í undanúrslit

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Giovani Dos Santos, leikmaður Tottenham skoraði eitt mark fyrir Mexíkó í dag.
Giovani Dos Santos, leikmaður Tottenham skoraði eitt mark fyrir Mexíkó í dag.
Japan og Mexíko eru komin áfram í undanúrslit Ólympíuleikanna í knattspyrnu eftir góða sigra í dag. Japanir fóru auðveldega í gegnum Egypta á meðan Mexíko vann Senegal í framlengingu. Liðin tvö munu einmitt mætast í undanúrslitum keppninnar.

Japanir áttu ekki í miklum erfiðleikum með Egypta en þeir unnu sannfærandi 3-0 sigur. Mexíko lenti hinsvegar í talsverðu basli með Senegal en unnu þó að lokum 4-2 sigur eftir framlengingu.

Nú stendur yfir leikur Brasilíu og Hondúras og síðar í kvöld spila Bretar á móti Suður-Kóreu í hinum tveimur leikjunum í átta liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×