Búið er að gefa út leikjalista fyrir næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Meistarar Man. City byrja á því að spila gegn Southampton á heimavelli en Man. Utd spilar sinn fyrsta leik á útivelli gegn Everton. Deildin hefst þann 18. ágúst.
Liverpool byrjar á því að heimsækja WBA en fyrstu þrír heimaleikir Liverpool eru gegn Man. City, Arsenal og Man. Utd.
Arsenal fær Sunderland í heimsókn og Chelsea sækir Wigan heim.
Man. City á heimaleik gegn Norwich í lokaumferðinni á meðan Man. Utd sækir WBA heim. Chelsea á þá heimaleik gegn Everton á meðan Arsenal þarf að fara til Newcastle.
Titilvörn Man. City hefst gegn Southampton

Mest lesið



Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield
Enski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti




ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin
Íslenski boltinn

