Framherjinn Andy Johnson er genginn í raðir Lundúnarfélagsins Queens Park Rangers. Johnson kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Fulham.
Johnson er annar leikmaðurinn sem gengurt til liðs við QPR á tveimur dögum. Í gær gekk nýsjálenski varnarmaðurinn Ryan Nelsen til liðs við félagið á frjálsri sölu frá Tottenham Hotspur.
Knattspyrnustjórinn Mark Hughes ætlar sér greinilega stóra hluti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Leikmennirnir hafa báðir leikið undir stjórn Hughes; Nelsen hjá Blackburn og Johnson hjá Fulham.
Ljóst er að samkeppni um framherjastöðuna hjá QPR eykst enn frekar en sem kunnugt er leikur Heiðar Helguson með liðinu.
QPR tekur á móti Swansea á Loftus Road í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 18. ágúst.
Heiðar Helguson fær samkeppni | Andy Johnson til QPR
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



