Reyndu að smygla 60 kílóum af Khat úr landi 18. maí 2011 11:35 Efnin sem lögreglan lagði hald á. Mynd / Valli Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, sem voru handteknir á gistiheimili í Reykjavík í fyrradag, eru grunaðir um aðild að innflutningi á tæplega 60 kíló af fíkniefnum, sem lögreglan hefur haldlagt. Um er að ræða fíkniefni sem nefnist khat og er afurð plöntu frá Norðaustur Afríku. Fjórmenningarnir, sem nú eru í haldi lögreglu, eru allir erlendir ríkisborgarar. Tveir þeirra eru um fertugt, einn um fimmtugt og sá fjórði er hálfsextugur. Fíkniefnin fundust við tollskoðun þegar senda átti þau úr landi til Kanada og Bandaríkjanna. Talið er að þeim hafi verið pakkað inn hér en ekki hafi verið ætlunin að koma þeim á markað á Íslandi, sem þó virðist hafa verið einhverskonar viðkomustaður á leið með fíkniefnin frá Evrópu og vestur um haf. Eftir fyrrnefnda tollskoðun hófst frekari eftirgrennslan sem leiddi til þess að íslensk tollyfirvöld sendu beiðni til Frakklands og óskuðu eftir því að ákveðin sending frá Íslandi yrði kyrrsett þar ytra. Við því var orðið en sendingin innihélt sama efni, þ.e. khat, en um ámóta magn var að ræða og hér var haldlagt. Ekki er ósennilegt að málin tengist. Þetta er í annað sinn sem khat er haldlagt á Íslandi en síðasta sumar fundust nokkrir tugir kílóa af efninu í öðru lögregluumdæmi. Tollgæslan stöðvaði einnig smyglara í ágúst á síðasta ári með sama efni. Þá reyndu þeir að smygla á fjórða tug kílóa slíkra efna til Kanada. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, sem voru handteknir á gistiheimili í Reykjavík í fyrradag, eru grunaðir um aðild að innflutningi á tæplega 60 kíló af fíkniefnum, sem lögreglan hefur haldlagt. Um er að ræða fíkniefni sem nefnist khat og er afurð plöntu frá Norðaustur Afríku. Fjórmenningarnir, sem nú eru í haldi lögreglu, eru allir erlendir ríkisborgarar. Tveir þeirra eru um fertugt, einn um fimmtugt og sá fjórði er hálfsextugur. Fíkniefnin fundust við tollskoðun þegar senda átti þau úr landi til Kanada og Bandaríkjanna. Talið er að þeim hafi verið pakkað inn hér en ekki hafi verið ætlunin að koma þeim á markað á Íslandi, sem þó virðist hafa verið einhverskonar viðkomustaður á leið með fíkniefnin frá Evrópu og vestur um haf. Eftir fyrrnefnda tollskoðun hófst frekari eftirgrennslan sem leiddi til þess að íslensk tollyfirvöld sendu beiðni til Frakklands og óskuðu eftir því að ákveðin sending frá Íslandi yrði kyrrsett þar ytra. Við því var orðið en sendingin innihélt sama efni, þ.e. khat, en um ámóta magn var að ræða og hér var haldlagt. Ekki er ósennilegt að málin tengist. Þetta er í annað sinn sem khat er haldlagt á Íslandi en síðasta sumar fundust nokkrir tugir kílóa af efninu í öðru lögregluumdæmi. Tollgæslan stöðvaði einnig smyglara í ágúst á síðasta ári með sama efni. Þá reyndu þeir að smygla á fjórða tug kílóa slíkra efna til Kanada.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira