Forstöðumenn vilja hærri laun - hóta málsókn 18. maí 2011 13:15 Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands er formaður samtakanna. Félag forstöðumanna ríkisstofnana krefst þess í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í dag að launalækkun félagsmanna verði afturkölluð. Kjararáð lækkaði laun félagsmanna þann fyrsta mars 2009 og hefur lækkunin ekki verið tekin til baka. Á þessu vill félagið að gerð verði bragarbót strax auk þess sem laun forstöðumanna verði endurskoðuð. Í ályktuninni segir ennfremur að verði kjararáð ekki við kröfunum sé eðlilegt að farið verði með málið fyrir dómstóla. "Meint lögbrot kjararáðs snýst ekki aðeins um laun og starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana heldur grefur það undan trausti og virðingu fyrir íslenskri stjórnsýslu," segir einnig og því bætt við að við það verði ekki unað. Bent er á að laun forstöðumanna hafi að meðaltali lækkað um 9,2 prósent í mars og síðan þá hafi verðlag hækkað og kaupmáttur rýrnað. Á fundinum var Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands endurkjörinn formaður félagsins en auk hans voru kjörin í stjórn þau Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í Vík, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar, Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður, Magnús Skúlason forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Már Vilhjálmsson skólameistari Menntaskólans við Sund, Sveinn Margeirsson forstjóri Matís og Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar. Í starfskjaranefnd félagsins voru eftirfarandi kjörin: Steingrímur Ari Arason (formaður), forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar og Indriði H. Þorláksson. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Félag forstöðumanna ríkisstofnana krefst þess í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í dag að launalækkun félagsmanna verði afturkölluð. Kjararáð lækkaði laun félagsmanna þann fyrsta mars 2009 og hefur lækkunin ekki verið tekin til baka. Á þessu vill félagið að gerð verði bragarbót strax auk þess sem laun forstöðumanna verði endurskoðuð. Í ályktuninni segir ennfremur að verði kjararáð ekki við kröfunum sé eðlilegt að farið verði með málið fyrir dómstóla. "Meint lögbrot kjararáðs snýst ekki aðeins um laun og starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana heldur grefur það undan trausti og virðingu fyrir íslenskri stjórnsýslu," segir einnig og því bætt við að við það verði ekki unað. Bent er á að laun forstöðumanna hafi að meðaltali lækkað um 9,2 prósent í mars og síðan þá hafi verðlag hækkað og kaupmáttur rýrnað. Á fundinum var Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands endurkjörinn formaður félagsins en auk hans voru kjörin í stjórn þau Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í Vík, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar, Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður, Magnús Skúlason forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Már Vilhjálmsson skólameistari Menntaskólans við Sund, Sveinn Margeirsson forstjóri Matís og Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar. Í starfskjaranefnd félagsins voru eftirfarandi kjörin: Steingrímur Ari Arason (formaður), forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar og Indriði H. Þorláksson.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira