Birkir Jón: Þurfum að horfa til framtíðar 18. maí 2011 18:54 Birkir Jón Jónsson. Mynd/Stefán Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nýja efnahagsspá Arion banka í ósamræmi við spá Seðlabankans. Hann hefur óskað eftir því að fulltrúar bankana verði kallaðir á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis til að fjalla um spárnar. Birkir Jón bendir á að samkvæmt efnahagsspá Arion banka muni gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins ekki duga fyrir afborgunum af erlendum skuldum. „Þetta er ekki í takt við það sem Seðlabankinn hefur haldið fram og þess vegna finnst mér það vera skylda okkar þingmanna að kalla þessa aðila til fundar til þess að fara yfir spá Arion banka og fá annars vegar viðbrögð frá Seðlabankanum og ríkisstjórninni hins vegar um framhaldið.“ Birkir segir jafnframt að ef spá Arion banka reynist rétt þurfi alþingismenn að taka höndum saman, þvert á alla flokka. „Fyrst og fremst það sem við þurfum að fara að gera er að horfa til lengri framtíðar og fara að gera áætlanir hvernig við ætlum að reka íslenska þjóðarbúið. Það er það sem skiptir máli og vonandi verður þessi fundur þá einhver liður í að hefja slík vinnubrögð.“ Birkir Jón segir hins vegar ekki auðvelt að meta hvorri spánni Íslendingar eigi frekar að treysta. Því hafi hann óskað eftir því að fulltrúar Seðlabankans og Arion banka mæti fyrir nefndina. „Við höfum nú séð að það sem sem hefur komið frá Seðlabanka Íslands eða ríkisstjórninni hefur aldeilis ekki verið óskeikult á undanförnum tveimur til þremur árum.“ Varaformaður segir það sama eiga við um viðskiptabankanna. „Það er okkar að vega og meta og það er líka ábyrgðarhluti að neita að horfast í augu við raunuveruleikann ef þetta er sá raunveruleiki sem blasir við okkur.“ Þá segist Birkir Jón vera viss um að formaður efnhags- og skattanefndar muni taka vel í þessa beiðni sína. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nýja efnahagsspá Arion banka í ósamræmi við spá Seðlabankans. Hann hefur óskað eftir því að fulltrúar bankana verði kallaðir á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis til að fjalla um spárnar. Birkir Jón bendir á að samkvæmt efnahagsspá Arion banka muni gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins ekki duga fyrir afborgunum af erlendum skuldum. „Þetta er ekki í takt við það sem Seðlabankinn hefur haldið fram og þess vegna finnst mér það vera skylda okkar þingmanna að kalla þessa aðila til fundar til þess að fara yfir spá Arion banka og fá annars vegar viðbrögð frá Seðlabankanum og ríkisstjórninni hins vegar um framhaldið.“ Birkir segir jafnframt að ef spá Arion banka reynist rétt þurfi alþingismenn að taka höndum saman, þvert á alla flokka. „Fyrst og fremst það sem við þurfum að fara að gera er að horfa til lengri framtíðar og fara að gera áætlanir hvernig við ætlum að reka íslenska þjóðarbúið. Það er það sem skiptir máli og vonandi verður þessi fundur þá einhver liður í að hefja slík vinnubrögð.“ Birkir Jón segir hins vegar ekki auðvelt að meta hvorri spánni Íslendingar eigi frekar að treysta. Því hafi hann óskað eftir því að fulltrúar Seðlabankans og Arion banka mæti fyrir nefndina. „Við höfum nú séð að það sem sem hefur komið frá Seðlabanka Íslands eða ríkisstjórninni hefur aldeilis ekki verið óskeikult á undanförnum tveimur til þremur árum.“ Varaformaður segir það sama eiga við um viðskiptabankanna. „Það er okkar að vega og meta og það er líka ábyrgðarhluti að neita að horfast í augu við raunuveruleikann ef þetta er sá raunveruleiki sem blasir við okkur.“ Þá segist Birkir Jón vera viss um að formaður efnhags- og skattanefndar muni taka vel í þessa beiðni sína.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira