Dregur verulega úr tíðni sortuæxla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2011 18:30 Verulega hefur dregið úr tíðni sortuæxla hér á landi eftir mikinn faraldur um aldamótin. Fyrir um áratug greindust tvöfallt fleiri konur hér á landi með sortuæxli en á hinum Norðurlöndunum. Nú greinast jafnmargar konur hér á landi og í Danmörku. Um 1990 hófst sortuæxlisfaraldur hér á landi hjá fólki undir fertugu. Faraldurinn var aðallega meðal kvenna. Talið er að mikil ljósabekkjanotkun á árunum þar á undan hafi haft sitt að segja. Íslendingar sem áður höfðu verið með eina lægstu tíðni sortuæxla á Norðurlöndunum voru allt í einu orðnir sú þjóð sem hafði hæstu tíðnina. Í kringum aldamótin greindust tvöfallt fleiri konur undir fertugu með sortuæxli hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Upp úr því tók hins vegar tilfellunum að fækka. Nú er svo komið að fjöldi tilfella hér á landi er svipaður og í Danmörku. Laufey Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Hún segir þetta mikla lækkun og að greinilega sé eitthvað að gerast. Fyrst hafi þau haldið að um tilviljansveiflu hafi verið að ræða en niðursveiflan hafi hins vegar haldið sér. Laufey telur að tvennt geti skýrt það að faraldurinn sé í rénun. Annars vegar að ljósabekkjum hafi fækkað og notkun þeirra dregist saman hjá þessum aldurshóp. Hins vegar að fólk hafi í auknu mæli farið í skoðun til húðlækna og látið skoða fæðingrabletti og aðra bletti. Árlega deyja níu hér á landi af völdum sortuæxla en um fimmtíu greinast. Þrátt fyrir faraldurinn hefur dánartíðnin ekki aukist hjá ungu fólki hér á landi. Hún hefur hins vegar gert það hjá eldra fólki. Laufey segir að eldra fólk þurfi að herða sig í að fara í blettaskoðun. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Verulega hefur dregið úr tíðni sortuæxla hér á landi eftir mikinn faraldur um aldamótin. Fyrir um áratug greindust tvöfallt fleiri konur hér á landi með sortuæxli en á hinum Norðurlöndunum. Nú greinast jafnmargar konur hér á landi og í Danmörku. Um 1990 hófst sortuæxlisfaraldur hér á landi hjá fólki undir fertugu. Faraldurinn var aðallega meðal kvenna. Talið er að mikil ljósabekkjanotkun á árunum þar á undan hafi haft sitt að segja. Íslendingar sem áður höfðu verið með eina lægstu tíðni sortuæxla á Norðurlöndunum voru allt í einu orðnir sú þjóð sem hafði hæstu tíðnina. Í kringum aldamótin greindust tvöfallt fleiri konur undir fertugu með sortuæxli hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Upp úr því tók hins vegar tilfellunum að fækka. Nú er svo komið að fjöldi tilfella hér á landi er svipaður og í Danmörku. Laufey Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Hún segir þetta mikla lækkun og að greinilega sé eitthvað að gerast. Fyrst hafi þau haldið að um tilviljansveiflu hafi verið að ræða en niðursveiflan hafi hins vegar haldið sér. Laufey telur að tvennt geti skýrt það að faraldurinn sé í rénun. Annars vegar að ljósabekkjum hafi fækkað og notkun þeirra dregist saman hjá þessum aldurshóp. Hins vegar að fólk hafi í auknu mæli farið í skoðun til húðlækna og látið skoða fæðingrabletti og aðra bletti. Árlega deyja níu hér á landi af völdum sortuæxla en um fimmtíu greinast. Þrátt fyrir faraldurinn hefur dánartíðnin ekki aukist hjá ungu fólki hér á landi. Hún hefur hins vegar gert það hjá eldra fólki. Laufey segir að eldra fólk þurfi að herða sig í að fara í blettaskoðun.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira