Erlent

Dr. Bond varar við klámvæðingu í símum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Símar geta verið til margs nýtilegir. En þeir geta líka gert skaða. Mynd/ afp.
Símar geta verið til margs nýtilegir. En þeir geta líka gert skaða. Mynd/ afp.
Börn eru í auknu mæli að nota farsímana sína í þeim tilgangi að nálgast klámefni, þróa kynferðisvitund sína og til þess að nálgast hvort annað kynferðislega, segir Dr Emma Bond, kennari við háskóla í Suffolk í Ipswich í Bretlandi. Hún hefur skrifað lærða grein um málið sem mun birtast í virtu fræðiriti á næstunni. Bond segir að foreldrar verði að fara að velta því alvarlega fyrir sér hvað börnin þeirra eru að gera á netinu, í símanum og í tölvum.

„Ein stelpa sagði mér að bekkjarsystir hennar hefði tekið mjög „opinskáar myndir" af sjálfri sér og sent þær til kærastans síns. En þegar þau hættu saman sendi hann myndirnar á alla bekkjarfélaga þeirra," er haft eftir frú Bond á vef Daily Mail.

„Slík reynsla getur klárlega verið mikið áfall fyrir ungt fólk en það er oft ekki fyrr en það kemur fyrir það sjálft, eða einhverjum sem stendur nærri þeim, að þeir átta sig á því hvaða afleiðingar gjörðir þeirra geta haft," segir Bond. Hún hvetur til þess að fullorðnir tali við börn ug unglinga um það hvernig þeir nota símana sína og Internetið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×