Eurovision er hafið og er bein útsending á RÚV. Um er að ræða fyrri undankeppnina sem Íslendingar taka þátt í. Alls munu nítján lönd keppa um að komast áfram í kvöld. Tíu lönd komast áfram.
Framlag Íslands er, eins og allir vita, lagið Aftur heim, sem sex vinir Sjonna Brink munu flytja. Þeir eru fjórtándu flytjendurnir í röðinni.
Ísland fjórtánda í röðinni
