Innlent

Snæfellsjökull heldur afmæli

Þjóðgarður hefur verið til um Snæfellsjökul í tíu ár í dag. Mynd/GVA
Þjóðgarður hefur verið til um Snæfellsjökul í tíu ár í dag. Mynd/GVA
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á tíu ára afmæli í dag. Haldið verður upp á afmælið í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum milli tvö og sex.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun meðal annars ávarpa gesti á afmælishátíðinni. Þá verða hollvinasamtök þjóðgarðsins kynnt.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður árið 2001 til að standa vörð um náttúru svæðisins og sögulegar minjar. Hann er opinn árið um kring. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×