Innlent

Vefsíður verði endurbættar

Unnið er að endurbótum á vefsíðum Akureyrarbæjar og lýkur þeim í haust. Mynd/Kristján
Unnið er að endurbótum á vefsíðum Akureyrarbæjar og lýkur þeim í haust. Mynd/Kristján
Akureyrarbær vinnur nú að endurbótum á heimasíðum bæjarins, akureyri.is og visitakureyri.is. Bærinn samdi nýverið við Stefnu hugbúnaðarhús um að taka í notkun nýtt vefumsjónarkerfi, og með haustinu verður lokið vinnu við nýjar útgáfur af síðunum.

Ragnar Hólm Ragnarsson, vefstjóri Akureyrarbæjar, segir að tímabært sé að endurskipuleggja veftré stjórnsýslusíðunnar og að þeir sem unnið hafi með nýja kerfið beri því vel söguna.

Stefna mun hanna og setja upp hina nýju vefi þar sem áhersla verður lögð á einfalt aðgengi og öfluga leitarvél.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×