Hlý föt fyrir dansara 30. janúar 2011 08:00 Fréttablaðið/Stefán Þótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmánuðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, veit. „Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðnaður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmtilegast að blanda saman nýju og gömlu.“ Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í samstarfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Þótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmánuðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, veit. „Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðnaður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmtilegast að blanda saman nýju og gömlu.“ Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í samstarfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira