Innlent

Björn Valur kjörinn þingflokksformaður VG

Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur verið kjörinn þingflokksformaður og tekur hann við af Þuríði Backman sem gegnt hefur stöðunni frá í Apríl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en nú fyrir hádegið var einróma kjörin ný stjórn þingflokksins til starfa á 140. löggjafarþingi.

Aðrir í stjórn þingflokksins eru Álfheiður Ingadóttir, varaformaður og Lilja Rafney Magnúsdóttir, ritari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×