Innlent

Ísland getur skipað sér í fremstu röð sem grænt hagkerfi

Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er ein af niðurstöðum nefndar Alþingis um eflingu græns hagkerfis, sem kynnti skýrslu sína á fréttamannafundi í dag.

Í tilkynningu frá nefndinni segir að lögð sé áhersla á að umhverfisvernd og atvinnusköpun séu ekki andstöður. „Þvert á móti sé umhverfisvæn atvinnustarfsemi vænlegasta og að öllum líkindum skynsamlegasta leiðin til verðmætasköpunar í framtíðinni. Stjórnvöld eigi að stuðla að þróun græns hagkerfis með því að beita hagrænum hvötum og örva fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi - og með því að vera öðrum aðilum í þjóðfélaginu fyrirmynd hvað varðar vistvæna starfshætti, með mengunarbótaregluna og varúðarregluna að leiðarljósi."

Hægt er að skoða skýrsluna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×