Erlent

Fólskuleg árás á Idol-keppanda

Shachara McLaurin
Shachara McLaurin
Sautján ára stúlka í New York varð fyrir hrottalegri árás þegar fimm ungmenni réðust að henni og börðu til óbóta. Ástæða árásarinnar var sú að stúlkan hafði tekið þátt í áheyrnarprufum fyrir American Idol þar sem rödd hennar fékk að blómstra.

Stúlkan sem fór fyrir árásarhópnum mun hafa verið afbrýðisöm út í Shachara McLaurin og notaðist hópurinn við hengilás, vafinn í íþróttasokk, til að berja á söngkonunni ungu. Ungmennin eru öll úr skóla í Brooklyn og voru handtekin og ákærð fyrir fólskulega líkamsárás.

Shacara meiddist hins vegar illa, kjálkabrotnaði og gat ekki komið upp orði: „Ég gat ekki opnað munninn, ég gat ekki talað og ég gat ekki sungið," sagði Shacara í viðtali við Daily News.

Vonir hennar um að komast í Ameríska Idolið voru því út en fréttaskýrendur telja ólíklegt að þessi unga hæfileikastúlka fái ekki annað tækifæri - enda Bandaríkin land tækifæranna, en kannski líka brostinna drauma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×