Viðhorf Hollendinga og Breta hefur breyst Símon Birgisson skrifar 17. apríl 2011 18:30 Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira