Viðhorf Hollendinga og Breta hefur breyst Símon Birgisson skrifar 17. apríl 2011 18:30 Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira