Viðhorf Hollendinga og Breta hefur breyst Símon Birgisson skrifar 17. apríl 2011 18:30 Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira