Enski boltinn

El-Hadji Diouf: Hef alltaf borið virðingu fyrir Gaddafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
El-Hadji Diouf.
El-Hadji Diouf. Mynd/Nordic Photos/Getty
El-Hadji Diouf, núverandi leikmaður Rangers og fyrrum leikmaður Liverpool, Bolton Wanderers, Sunderland og Blackburn, er þekktur fyrir að segja hluti sem vekja oft ekki miklar vinsældir á sumum stöðum. Nú síðasta hefur hann talað um vinskap sinn við Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu.

„Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Gaddafi. Ég er að segja sannleikann því ég þekki hann vel og soninn hans líka. Þeir eru vinir mínir," sagði El-Hadji Diouf sem er frá Senegal.

„Ég veit í sannleika sagt ekki hvað er að gerast í Líbýu þessa stundina og ég veit ekki hvor hefur rétt fyrir sér og hvor hefur rangt fyrir sér. Það er samt mikil synd að sjá svona mörg fórnarlömb falla í valinn," sagði Diouf í viðtalið við Daily Mail.

El-Hadji Diouf er í láni hjá Rangers frá Blackburn og hefur skorað 2 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann náði ekki að skora fyrir Blackburn í 21 leik fyrr á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×