Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið í Arizona í janúar var útskrifuð af spítala í gær. Hún hefur dvalið á sjúkrastofnun í Houston sað undanförnu og náð merkilega miklum framförum þó enn sé nokkuð í að hún nái fullum bata.
Giffords var að tala á útifundi þegar 22 ára gamall karlmaður skaut hana í höfuðið af stuttu færi. Ódæðismaðurinn myrti sex, þar af 9 ára gamla stúlku, og særði 12. Hann situr í fangelsi og bíður dóms.
Þingkonan sem var skotin í höfuðið útskrifuð af spítala
