Segir afskipti hleypa öllu í bál og brand 31. október 2011 05:00 Harkaleg viðbrögð hers og lögreglu hafa kostað um þrjú þúsund mótmælendur lífið. nordicphtos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira