Segir afskipti hleypa öllu í bál og brand 31. október 2011 05:00 Harkaleg viðbrögð hers og lögreglu hafa kostað um þrjú þúsund mótmælendur lífið. nordicphtos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira